pleijlisti Take Me Home!! um mig

mars 10, 2008

Gítarsóló.

Það er um það bil allt að verða vitlaust í Tvídröngum. Leitin að Bob hefur tekið óvænta stefnu en ég treysti agent Cooper fullkomlega til að leysa úr þessu.

**

Syntha-surf-popp frá Gautaborg. Lifi Svíþjóð! Afskaplega Fínt fínt fínt. Þetta er mikið uppáhalds. Hlustið!

pacific

Pacific! - Number One [mp3]
Pacific! - Hot Lips [mp3]

**

Stefán benti mér á nýju Sebastian Téllier plötuna, sexuality, fyrir nokkrum vikum og hefur hún vart farið úr eyrunum. Rosalega, rosalega flott stöff. Kynþokkinn lekur af þessari snilld. Hinn eini sanni Guy-Manuel De Homem Christo úr Daft Punk pródúseraði. 'Plata ársins' kandídat. Að neðan má sjá mynd af þeim kumpánum.

tellier

Sebastian Tellier - Look [mp3]
Sebastian Tellier - Pomme [mp3]
Sebastian Tellier - Sexual Sportswear [mp3]

Blöögað þann 10.03.08 18:22 | Kommentar (2)