mars 23, 2008
Easter.
Ég fór á árshátíð lhí um síðustu helgi í nýjum lakkskóm sem ég keypti á útsölu um daginn. Ég vaknaði daginn eftir með versta hælsæri lífs míns. Ég er þó farinn að jafna mig. Ég man ekki mikið og veit ekki af hverju, en skv. Örnu tók ég David Byrne dans með góðum árangri.
**
Dagurinn hefur verið awesome. Man. Utd. sigraði liverpool sanngjarnt 3-0. Mascherano kjáni að láta reka sig útaf, en nokkuð harður dómur. Eftir það átti liverpool ekki break. Sama hvernig þetta fer nú maí tekur engin þennan sigur af mínum mönnum. Ronaldo er sennilega gott dæmi um freak of nature.
**
Hlustað töluvert á bandið Future Islands að undanförnu er ansi hrifinn. Synthaa rock einhvers konar. Jájá.
Future Islands - Heart Grows Old [mp3]
Future Islands - Old Friend [mp3]
Future Islands - Little Dreamer [mp3]