pleijlisti Take Me Home!! um mig

apríl 02, 2008

Muxtape.

Veikindi. En ég má til með að benda á helvíti skemmtilega síðu sem Nesi benti mér á. muxtape.com. Þetta er spánýtt og virðist vera á frumstigi. En maður getur gleymt sér í mp3-mixteipa-flakki (sem er reyndar rosalega random happa-glappa) en voða gaman. RSS á þessu og fínerí. Þetta er kannski á gráu svæði lagalega (brjúmm tjiss) en þó er ekki hægt að dánlóda lögum. Eða ekki (ehem).. Kommentið fínum muxtape'um!.

Ég prófaði að búa til hressa mixtúru hér (einarbirgir.muxtape.com). Maður getur semsagt uploadað 12 lögum og svaka stuð. Ef maður skráir sig getur maður einnig addað notendum/muxtape'um í favorites en vonandi mun þetta nú einhvað stækka og fídúsum fjölga.. leit, categoríur eða álíka skemmtilegheit. Viðmótið líka skemmtilegt og einfalt og ætti nú að henta iTouch/iPhone notendum með wifi (fari þeir grábölvaðir!). Það held ég nú.

**

Áfram Ásdís Rán, stattu þig stelpa! Þú ert stolt okkar og yndi! Styðjum stelpuna okkar! Ég er búinn að vera kjósa í alla nótt.

Blöögað þann 02.04.08 14:22 | Kommentar (4)