pleijlisti Take Me Home!! um mig

maí 06, 2008

hit the heartbrakes! (I'll be fine.)

Ótímabært blööghlé. En það er ljós við endan á þessum göngum og allt það. En nóg um það hér. Það væri þó góð tilbreyting að fá almennilegt tilfinningaklám hérna á blöögið. 'Ó þú grimma veröld!' öskra ég í geðshræringu og steyti hnefanum út í loftið um leið og ég rita þetta. Pete and the Pirates hafa séð um þemalög síðustu daga - ég vísa hér með í afar góð lög á færslunni frá 29. mars. Ansi gott stöff. En ég er samt pínu búinn á því núna.

**

Manchester kjappinn Jim Noir (eða Alan Roberts öllu heldur) gaf nýverið út sína aðra plötu og hefur gripurinn fengið að fljóta talsvert úr eplinu að undanförnu. Þetta hressir, kætir og bætir. Harmóníur! Krókar! Sækadelíu-elektró-retró-pop! Pjúra feel-good sjitt.

jim

Jim Noir - Ships and Clouds [mp3]
Jim Noir - Don't You Worry (I'll Be Fine) [mp3]

"I've been known to not know
where I'm going all the time /
Dont you worry (I'll be fine) "

**

Þess á milli sem ég stari gapandi og tómur útí himingeiminn yfir tregafullum söngvum sinead o'connor, mariah carey, celion dion þá hef ég hlustað eilítið á tilfinninga-elektró-popparana í Electric Preident. Sóphomore plata þeirra ber nafnið Sleep well og er gefin út af Morr Music. Monsters er ansi gott lag fyrir stað og stund.

Electric President - Monsters [mp3]

**

Og smá gamalt hér í rest. The Kinks er mikið, mikið uppáhalds. Eftir að hafa horft á The Darjeeling Limited sat þetta lag fast í kollinum á mér.

The Kinks - This Time Tomorrow [mp3]

Blöögað þann 06.05.08 21:31 | Kommentar (4)