pleijlisti Take Me Home!! um mig

maí 08, 2008

Kasanova and the black-hearted girl.

Það verður þrautinni þyngri að venjast þessum svefnsófa. Ég hef tekið upp á óvenjulegustu hlutum upp á síðkastið - skrifað töluvert mikið og svo er ég farinn að fikta aftur við tónlist sem verður að teljast magnað. Ableton Live er mucking fagic! Heimsfrægð framundan. Segi og skrifa, heimsfrægð(!). Glamúr, glys og séð og heyrt. Ekkert underground obskjúr sjitt sem einhverjir indí nördar geta rúnkað sér yfir. Já, það getur verið frekar erfitt að vera svona harður gaur.

**

Ég hef lengi verið rosalegur sökker fyrir Beach Boys og þá sérstaklega Brian Wilson. Sökkti mér á tímabili ofan í allt þeirra efni og gróf upp hina og þessa bootlegga af mikilli ákefð. Það var því mikil, mikil gleði að rekast fyrir tilviljun á frumraun The Explores Club frá Suður-Karolínu. Freedom Wind heitir gripurinn og ég hreinlega trúði ekki mínum eigin eyrum. Svífandi falsettur frá krömdum hjörtum. Afar hjartabræðandi. Og sánd í anda pet sounds. Það dugar ekkert minna en fjögur lög til að ná ykkur á mitt band.

the explorers club

The Explorers Club - If You Go [mp3]
The Explorers Club - Forever [mp3]
The Explorers Club - Hold me Tight [mp3]
The Explorers Club - Lost My Head [mp3]

**

Meira gott. Canopy (eða Praveen Ayyagari öllu heldur) með afbragðs ep plötu - Canopy/Anopy. Meðlimir hinnar frábæru texas sveitar Tacks, the Boy Disaster lögðu sitt af mörkum og er útkoman stórgóð.

canopy

Canopy - Everybody trips a little now and then [mp3]
Canopy - The Listener [mp3]

**

Undo. Ég ber þetta orð ávallt fram sem úndó (en ekki öndú). Mér hefur aldrei tekist að venja mig af þessum (ranga) framburði. Fólk í kringum mig finnst þetta bráðskemmtilegt (sem segir ýmislegt um hvað lífið í hugbúnaðargeiranum er æsispennandi). Ég fór að fikta í tölvum og forritum (þar sem 'undo' kom oft fyrir) ungur að árum án þessu kunna nægilega ensku og las því allt eftir eigin höfði. Það gæti útskýrt ýmislegt. Er ég einn um þetta? Úndó. Kommon, það er ekkert að þessu!

Blöögað þann 08.05.08 15:10 | Kommentar (11)