pleijlisti Take Me Home!! um mig

maí 13, 2008

Cremaster Disaster for the Cosmic Rough Rider

Ónefndur vinur minn sendir mér nú youtube klippur í gríð og erg af svona dans-vígum (e. dance-battles). Þetta er víst heitasta sjittið (að hans mati) á youtube í dag. Dans-Krú að skora á hvert annað og setja inn klippur með viðeigandi danssporum.

Nú er ég dansari af guðs náð, þó ég segi sjálfur frá, og vill ólmur komast aftur í tæri við b-boy strákinn í mér. Ég óska því hér með eftir 7-8 dönsurum til að herja á bargólf landsins og taka vel æfð, kóreiógröffuð og sýnkrónæsuð dansmúv. Nafn á dance-krúið er óákveðið, en það verður eitthvað megatöff, einsog east side crackaz. Ég er búinn að díla við ömmu mína sem ætlar að sauma búninga á línuna. Gullkeðjur koma úr einkasafni. Ég mun lofa ykkur að þetta mun heilla kvenfólk upp úr skónum enda er ég nú þegar með nokkur afar kynþokkafull dansspor í pokahorninu.

Umsækjendur mega þó helst ekki vera mjög breiðir um sig þar sem það gæti orðið til trafala á smærri dansgólfum/bargólfum. Að auki yrði efniskostnaður of mikill fyrir búningana.

Umsóknir mega berast í kommentakerfið. Vinsamlegast látið fylgja með listamannsnafn, reynslu og fyrri afrek í dansheiminum.

**

Pleijlisti. Sá fyrsti í langan, langan tíma.

Til að hlusta á í fína flash spilaranum HÉR! HÉR! HÉR! (pop-up)

Ef þið viljið hala þessum .mp3 skrám niðr getið þið náð í klaufalega .zip skrá HÉR (.zip)

mixtapeee

RÆSA PLEIJLISST MASKÍNU HÉR

Jáammmjámmjámm. Ákvað að henda upp nýjum pleijlista í tilefni dagsins. Ekkert nýtt á honum svosem. Bara afrakstur eitthvers flakk um flakkarann. Algjörlega random. Stjórnast reyndar alltaf af stemmningu og tíma, þarna undir niðri eitthvers staðar. En það er þriðjudagur (sem er reyndar bara mánudagur í leyni). Svo þessi stemmning er fín. En ég kem með brjálað stuð fyrir helgi. Alltof langt síðan ég hef gert mixteip. Ég vona þó að einhver annar hafi gaman að svona mixtúrum.

01. Pete and the Pirates - She doesn't Belong to Me
02. The Changes - Water of Gods
03. Brian Ferry - Don't Stop the Dance
04. The Legends - He Knows the Sun
05. Black Kids - Im not gonna teach your boyfriend how to dance with you
06. T-Rex - Jeepster
07. Mercury Rev - Nite & Fog
08. Black Valentine - Submarines
09. Neulander - Sex, God + Money
10. Thieves Like Us - Drugs In My Body (The Twelves Remix)
11. Coconut Records - West Coast
12. Dios (Malos) - Nobody's Perfect
13. Stars - Your Ex-Lover is Dead
14. Of Montreal - Cato as a Pun
15. Grizzly Bear - Knife
16. Brendan Benson - Pleasure Seeker
17. Someone still loves you Boris Jeltsin - I am Warm & Powerful
18. Pete and the Pirates - Bears

**

Jájá, ég nenni nú ekki að blaðra mikið um þetta.. en allavega.


01. Pete and the Pirates - She doesn't belong to me.
Þetta er að verða epík í mínum huga, slær við tap tap útgáfunni.

"You've had a very good weekend /
but you can't remember where you've been. /
You can hide behind sunglasses, it's not as bad as it seems."

Hljómar alltof kunnuglega. Raggi getur staðfest þetta, jafnvel með sólgleraugun.

02. The Changes - Water of Gods
Mhm!

03. Brian Ferry - Don't Stop the Dance
Mig hefur alltaf dreymt um að ferðast aftur í fortíðina (í partí á níunda áratugnum öllu heldur) þar sem ég gæti kinkað kolli tignarlega í takt við Brian Ferry og smellt fingrum.

04. The Legends - He Knows the Sun
05. Black Kids - Im not gonna teach your boyfriend how to dance with you
Hressandi þemalag afbrýðisama dansarans. Hlakka til að heyra plötuna!

06. T-Rex - Jeepster.
Þetta er ískyggilega flott lag. Kynþokkinn og öruggið lekur af Marc Bolan. Sjíííiih.

07. Mercury Rev - Nite & Fog
Þetta er löngu orðin klassík sem ber að spila á tyllidögum sem þessum.

08. Black Valentine - Submarines (demo)
Já kæru lesendur. Gamalt og óútgefið demo sem ég má eflaust ekkert birta. En ég er bíræfinn og ég elska þetta.

09 Neulander - Sex, God + Money
Þessi semi-róbota-fagurgali summerar upp tilveru mína á laglegan máta. Eða nei, kannski ekki alveg.

10. Thieves Like Us - Drugs In My Body (The Twelves Remix)
Hressandi. Þó boðskapurinn sé kannski ekki uppbyggilegur. En þetta er hressandi. Ha!

11. Coconut Records - West Coast
Kvikmynda- og kalíforníustjarnan Jason Schwartzman með músík-projectið sjitt. Helvíti katsjí stöff. Og svo er góður sing-a-long kafli í þessu.

12. Dios (Malos) - Nobody's Perfect
13. Stars - Your Ex-Lover is Dead
14. Of Montreal - Cato as a Pun
15. Grizzly Bear - Knife

"You think it's alright / Can't you feel the knife?"

16. Brendan Benson - Pleasure Seeker
17. Someone still loves you Boris Jeltsin - I am Warm & Powerful
18. Pete and the Pirates - Bears

Já, varð að bæta við öðru lagi af Pete and the Pirates plötunni.

**

Endilega tjékkið á þessum indæla pleijlista hér!

**

Ég er að upplifa hálfgert kúltúrsjokk. Í mínu eigin landi. Styttist samt í flutning úr sveitinni. Eða ekki. Sveitin er svo fín. Bjór í kælinum. Þú veist, móðir náttúra og þannig stöff. Sveitastrákurinn í mér lifir góðu lífi.

**

jæja. Komið gott.

Blöögað þann 13.05.08 23:58 | Kommentar (15)