pleijlisti Take Me Home!! um mig

maí 25, 2008

Knýjandi stöff.

Til að mótmæla kreppunni (lesist: óhóflegum leigubílakostnaði fyrir fólk búsett tímabundið í sveit) og almennum skorti á skilningi í þjóðfélaginu gagnvart rómantískum lífskúnstnerum (lesist: Haukur) hef ég tekið upp á því flögra milli strætóa um helgar (lesist: á laugardags- og sunnudagsmorgnum) til að komast heim (innskot: þú veist, krassa hjá vinum - ekkert ókristilegt, villt saurlíferni hér á ferð). Ef þið bjuggust við harmrænni sögu um hvað það sé nú glataður ferðakostur þá hafiði heldur betur rangt fyrir ykkur. Þetta er mjög hressandi. Reyndar tók ferðalag dagsins um tvær klukkustundir sem er ekkert minna en brjálæði. En þetta er fínt. Og fín helgi. En já.

**

eg er heilagt fjall

Seint, seint á föstudagskvöldinu var ég um það bil búinn að ákveða að skella mér í brjálæðið á Sónar festivalinu í Barcelona (eftir 3 vikur). Og lofaði því upp í ermina á mér. Og hefði sennilega pantað flugið ef Hlynur og Sigga hefðu verið með tölvu. En hætti svo við þegar ég vaknaði daginn eftir. Ég er douché! Enda gómsætt lænöpp.

**

Júróvísjón og kerfisbundin, ermalaus stemmning í gær. Orð fá ekki lýst hversu svalur Sebastian Tellier er. En Evrópa kann ekki gott að meta. Þessi hátíð er reyndar endalaust rúnk og þetta rússneska atriði með hárfagra skautaranum sló allt út. Ég vissi ekki hvort ég ætti að hlægja eða gráta. Maður getur samt ekki annað en elskað þetta. Ég fylltist þjóðarstolti og í mikilli geðshræringu brast ég í grát þegar danska stúlkan tilkynnti að íslenska lagið hefði hlotið 12 stig.

sebastian

**

Hin fróma útgáfa Ching Ching Bling Bling mun á árinu gefa út ýmislegt góðgæti sem hefur verið ófáanlegt alltof lengi. Hér koma nokkur ómasteruð demo með góðfúslegu leyfi. Ég er gríðarlega spenntur, enda erum við að tala um afsakaplega fínt stöff (við erum einnig að tala um afskaplega hlutdrægt (en gott) mat).

California Cheesburger var vægast sagt fín en skammlíf sveit. Þetta var tekið upp cirka 2004. Ari Eldon og Riina og Pétur. Lögin flest undir 2 mínútum og lo-fi popp einsog það gerist best. Hver þarf trommur?

California Cheeseburger - Malibu [mp3]
California Cheeseburger - Splinter [mp3]
California Cheeseburger - Waiting for You [mp3]
California Cheeseburger - Number Thirteen [mp3]

Pétur og úlfurinn. Orrustubjarki og Pétur með eina af bestu (óútgefnu) plötum ársins 2004. Þið verðið að fylla í eyðurnar með lagaheiti því ég hef þau því miður ekki. Þungt, þungt en frábært.

Pétur og Úlfurinn - Track 08 [mp3]
Pétur og Úlfurinn - Track 06 [mp3]
Pétur og Úlfurinn - Track 09 [mp3]
Pétur og Úlfurinn - Track 13 [mp3]


Black Valentine - The Curse [mp3]
Black Valentine - In the Light of the Belly is the American Beat [mp3]

Blöögað þann 25.05.08 23:51 | Kommentar (0)