pleijlisti Take Me Home!! um mig

júní 02, 2008

Handsprengjur!

Þetta er æpandi fyrirsögn. En mér er orða vant. Ég gerði margbrotna tilraun á laugardagskvöldið. Upplifði miðbæjarnótt í öllum sínum dýralífs-skrúða alsgáður. Mér leið einsog illa gerðum hlut þar sem ég stóð með sódavatn með sítrónu og horfði upp á föruneyti mitt, IT nördann Hafstein og megahipsterinn Ragga, fara út fyrir öll douché velsæmismörk. Mér leið í raun einsog taugaveikluðum Woody Allen í partíi með tveimur holdgervingum Serge Gainsbourg. Niðurstöðurnar sem draga má af þessu eru svo sem einfaldar - við blekun blokkast þetta óendanlega sjónræna áreiti út - líkaminn tekur að hristast ósjálfrátt í takt við elektrókeyrsluna og sætar stelpur verða einstaklega áberandi. Eftir viðburðarríka nótt sagði ég vinkonu minni, sem vinnur við dæla ólyfjan í fólk við barinn á kb, frá þrekraunum mínum og hennar ráð voru einföld: "Aldrei, aldrei gera þetta aftur". Ég hugsa að ég muni taka ráðum hennar fagnandi. Það kann þó að vera að þessi ráð hafi verið af viðskiptalegum toga. Ó nei seisei.

En hei, tjékkið á þessu:
The Black Ghosts - Any way you choose to give it [mp3]

**

Og hei. Í auðmýkt minni segi ég takk fyrir mixteipið sem ég fékk sent. Nafnlaust og dularfullt. Það er skemmtilegt. Mjög líklega er þetta frá fimmtugum einfara sem hefur sérkennilegt blæti fyrir að kæta megatöff tölvuninjur / hugbúnaðarsérfræðinga (sem er svona 'fancy' titill sem ég má nota til upphefja sjálfan mig á kostnað annarra). En ég vil þó ímynda mér að ég hafi loksins eignast leyndan aðdáanda. Eða jafnvel enn betra, stalker. Sem er jafnframt undurfögur stúlka sem fær sting í hjartað í hvert skiptið sem hún svamlar um öldur blöögsins og titrar af æsingi þegar hún sér í rss-fídinu sínu að ný færsla hafi sprottið fram á sjónvarsviðið. Hei kommon, það gæti alveg verið!

**

Deerhunter. Nýja plata Deerhunter, Microcastle, hefur lekið á netið og legið í eyrunum. Læt tvö eitursvöl lög fylgja.

deerhunter

Deerhunter - Agoraphobia [mp3]
Deerhunter - Never Stops [mp3]

**

Air France. Sænska trópíkal-elektró sveitin Air France gaf nýverið út hinn stórfína EP No Way Down. Ég er ótrúlega veikur fyrir þessu sándi.

airfrance

Air France - June Evenings [mp3]
Air France - No Excuses [mp3]

**

Pppopppp. Hinn knái en pervisni (neeeii djóók) gleðigjafi, Áki, otaði að mér The Morning Benders um daginn. Þetta er ansi melodískt og næs. Áheyrilegasti gripur þó hann skilji kannski ekki mikið eftir sig. En já, þetta er semsagt tekið af plötunni Talking Through Tin Cans.

morningbenders

The Morning Benders - I was wrong [mp3]
The Morning Benders - Waiting for a War [mp3]
The Morning Benders - When We're Apart [mp3]

**

Fagurkerar lífins: Sjá!

puzzle.jpg

Þetta er semsagt DIY persnesk motta, nema efniviðurinn er: "recyclable mixture of synthetic and natural rubber". 1225 pússl í fermetra. Katrin Sonnleitner ber ábyrgð á þessari snilld. Magnað, ekki satt?

**

Og Meira fínt: sannah kvist

2.jpg
8.jpg

Blöögað þann 02.06.08 00:01 | Kommentar (0)