pleijlisti Take Me Home!! um mig

júní 06, 2008

Tiger in my Garden.

Tígur í garðinum mínum. Nýja Deerhunter búin að yfirtaka eplið með góðu. Föstudagur. Mmm. Föstudagur. Ég er reyndar enn í vinnunni að klára klára. Sveitt en góð stemming þökk sé óhóflegu fússball spileríi.

**

Vá. Hjalti benti mér á þetta áðan. Þetta er mega. Remix af Radiohead - Nude eftir James Houston.

Sinclair ZX Spectrum - Guitars (rhythm & lead)
Epson LX-81 Dot Matrix Printer - Drums
HP Scanjet 3c - Bass Guitar
Hard Drive array - Act as a collection of bad speakers - Vocals & FX


Big Ideas (Don't get any) from 1030.

**

Og lag sem er fast í heilanum. Af safnskífunni BIPPP: French Synth-Wave 1979/85 kemur þessi gullmoli. Njótið!

Deux - Game And Performance [mp3]

**

Hin bráðskemmtilega The Wave Pictures gáfu í síðasta mánuði út skífuna Instant Coffee Baby hjá Moshi Moshi útgáfunni. Kómískt, hrátt og gómsætt popp.

the wave pictures

The Wave Pictures - I Love you like a Madman [mp3]
The Wave Pictures - Strange Fruit For David [mp3]
The Wave Pictures - Leave The Scene Behind [mp3]

***

Frumraun hins sænska Kocky kom út í fyrra en sigldi algjörlega framhjá mér. Einkennileg plata. Hip hop, elektró, dans-sjitt, popp og ég veit ekki hvað. Platan inniheldur algjöran viðbjóð jafnt sem fínt stöff. Tvö lög, okei?

Kocky - Be Part of it All feat. Jens Lekman & Rosanna [mp3]
Kocky - Do U Still Want Me? feat. Danile Dermes [mp3]

Blöögað þann 06.06.08 17:54 | Kommentar (2)