pleijlisti Take Me Home!! um mig

júní 11, 2008

Life is sweet.

Fyrst. Tónlist. Því flestir koma eflaust hingað til að næla sér í tónlist. 'Minna blaður, meiri tónlist' hugsar almúginn og bölvar öllu þessu tilfinningaklámi. En já, sænskt indí-popp. Friska Viljor gáfu nýlega út plötuna Tour De Hearts. Þeir gefa sig út fyrir að vera hryggbrotnir og ástsjúkir. Ah. Kann strax vel við þá! Hlustið! Þetta er mjög, mjög fínt!

Friska Viljor - Arpeggio [mp3]
Friska Viljor - On and On [mp3]
Friska Viljor - The Cure [mp3]

**

Mmm. Sumarið. Það stefnir allt í gott flakk og slackerisma í Kaupmannahöfn, Stokkhólmi og Berlín. Næs! Fínt að eiga kúltúral og alþjóðlega vini. Svíþjóð verður svo næs. Enda orðinn þreyttur að heyra um frábær dj-set frá Suburban Kids og indí-pop mega-tónleika úr fjarska. Ég hef samt áhyggjur af félagsskapnum í Berlín fyrir jafn prúðan og hlédrægan kjána einsog og mig. Einu gildi ze Berliner, herr Ragnars Rael, í lífinu eru að dansa einsog róboti og fara í sleik við sætar stelpur. Holy smokes! Trouble for kid genius!

**

Hei, Péturs og Úlfs plata komin í hendurnar. Bossanova í dimmum hráleika. Næs! Hún verður til sölu í gleðinni á föstudaginn. Og spilerí. 1000 kall fyrir 17 laga kostagrip. Mega stöff. Lofa! Og smá tóndæmi.

Pétur og úlfur - Late Night Lover [mp3]
Pétur og úlfur - Sorg Systur Morðingjans [mp3]

**

Nýja serían af Peep Show er frábær. Það er ekki margir þættir sem láta mig engjast um af hlátri. Mm. Kannski Mighty Boosh, League of Gentlemen og Arrested Development. Hei. Svo er verið að fara sýna IT Crowd á íslandi í sumar. Það eru ssnilldar þættir. En já, menn á 35. aldursári hafa þessa tilveru vart meira á hreinu en þessir snillingar. Ég hef reyndar pínu áhyggjur að ég geti relate'að svona vel við peep show húmorinn. Því hann er sennilega stundum eilítið sjúkur. Eða þið vitið. Ósamþykktur. Af mörgum.

peep.jpg

**

Ég er dottinn í Paul Simon sem aldrei fyrr. Jafnvel að spá í að skella mér á tónleikana. Jafnvel. 50 ways to leave your lover er með fllottustu trommum síðan Requim Pour Un Con. Run that body down er tilvalið á þessum síðustu og verstu tímum. En hei, ég hef verið að bæta upp fyrir allar líkamlegir aðfarir og syndir með hlaupum og müllers æfingum. úffa.


Paul Simon - 50 ways to leave your lover [mp3]
Paul Simon - Run that body down [mp3]

**

Ég braut upp daginn í dag með því að gera nokkuð sem er svo ótrúlega flippað að það er eiginlega alveg út úr þessum heimi. Ég semsagt fór í sturtu með gleraugun á nefinu. Þetta hlýtur að vera það brjálaðasta sem ég gert í nokkur ár. Nú kynnu einhverjir að spyrja, 'hei Einar, whats up with that? Ertu alveg búinn að flippa yfirum? Kóða yfir þig? Hefur nýja Deerhunter platan þessi áhrif? Ertu kannski skotinn í stelpu? Eða ertu loksins búinn að uppfylla draum þinn um að eignast úlfhund (siberian husky þið vitið)? Eða ertu svona spenntur yfir EM í fótbolta? Eða er þetta útaf ísbirninum? Ha? HA? Svaraðu Einar!'

Við þessum orðaflaumi myndi ég krossleggja hendur og svara á yfirvegaðan hátt: 'hei, thats just how I roll these days, on the flipside, doing far out stuff all the time'.

**

Annars virðist engin trúa að ég geti veitt siberian husky hvutta þá ást og alúð sem til þarf. Og hreyfingu. 25 kílómetrar á dag er ekkert fyrir maraþon hlauparann ykkar. "Hei, hver ætli yrði alpha-male'ið á heimilinu? Indí-lúðinn eða rándýrið?". Já, þetta fær maður yfir sig frá fólki sem kallast vinir. Amatörar. Einhvern daginn, einhvern daginn!

ulfurinn_minn

**

Hei. Ég er að spá í að setja upp svona fínan google analytics teljara til að telja ykkur, analæsa og gera línurit svo ég geti áttað mig á þessu interneti. Því ég veit ekki mikið um ykkur, eða sem sagt þig, lesandi góður. Eitthver forvitni í mér. Eða bara hégómi býst ég við. Það þýðir held ég lítið að miða heimsóknarfjölda við fjölda kommenta. Því ég þori sjálfur sjaldan að kommenta á síður sem ég skoða. Og mig grunar að það gildi um fleiri. Þó það sé mega-fínt að fá komment. Hvað er best í þessum teljara-heimi? Hugmyndir? Þetta google stöff?

Blöögað þann 11.06.08 00:04 | Kommentar (10)