júní 17, 2008
Part-Time Premium Slacker/Kjáni.
Við sötruðum á ísköldum bjór á Austurvelli og lágum svo einsog selir í hljómskálagarðinum. Premium næsness! Svona dagar eru frábærir. En eilítið cremaster (sorrí matthew með þessa tilvísun, þú ert eflaust næs gaur) disaster í gær. Held ég.
**
Eitthver rólyndis stemmning í gangi annars. Júní númer 17 og svona. Já, maður getur ekki alltaf verið eiturhress.
Beach House - Master of None [mp3]
Ljúfsárt og gullfallegt. Mikið uppáhalds.
Andhéri - Herbergi [mp3]
'Og fyrirgefðu, hvað ég segi oft fyrirgefðu'. Þetta hefur verið gert að bannorði í orðaforðanum mínum. Eða þú veist, af öðrum.
Oh! Custer - Your Name [mp3]
Sænskt. Keypti í fyrra plötuna sem þeir gáfu út hjá Series Two útgáfunni. Mjög fínn gripur.
Le Man Avec Les Lunettes - The Bloggers and the Dandy [mp3]
Meira sænskt. Hef póstað þessu áður. En þetta verðskuldar frekari frægð og frama hér.
**
EB í MB. Það lítur allt út fyrir Barónsstíg í næsta mánuði, eftir heimkomuna. Þar sem Haukur verður tæknilega séð ekki meðleigjandi, hvað kallast hann þá? sambýlismaður? Eða drottnari? Þetta gæti orðið frekar vandræðalegt að útskýra.
**
Photo Booth getur útbúið tvíhöfðaútgáfu af mér á einu andartaki. Þetta er nú frekar ófrýnilegur tvíhöfði. En svona liti ég út og lítið í því að gera. En ég væri án efa voldugri með svona marga fingur. Nú get ég sko pimpað upp feeiisbúkk prófílinn! Vantar bara glitrandi glimmer í bakgrunn.
**
Ég var að klára útbúa besta mixteip í heiminum. Núna get ég bara retire'að og farið að spila golf eða eitthvað. Ég veit samt ekki hvað ég geri við það. Set það kannski í time-capsule og skýt með rakettu upp á Esjuna. Eða gullúða það og geri bling bling hálsmen úr því. Eða gef bara sætri stelpu það og þykist vera rómantískt nörd.
Blöögað þann 17.06.08 23:58 | Kommentar (4)