pleijlisti Take Me Home!! um mig

júní 30, 2008

I've underestimated my charm (again).

Og hei. Kaupmannahöfn var næs að vanda. BCK, Ingunn og TomTom eru súper næs. Eftir stutta dvöl var ég orðinn helsta fyrirmynd litla krílisins (eða svona næstum). Ýmislegt virðist þó hafa farið fyrir ofan garð og neðan í uppeldinu því super-high-five og róbótískar eftirhermur komu einsog þrumur úr heiðskýru lofti. Já, sei sei. Ég kannski hendi inn myndum við tækifæri og svona.

**

Ipoðinn var svo bráðkvaddur um helgina. Sem er katastrófískt. Eða svona næstum því. En gott að eiga vini í nauð með tónlist sem bjarga manni yfir internet-super-highway'ið.

**

Og tónlist.

David Bowie - Lady Grinning Soul [mp3]
Úffa, þetta Bowie lag. Ekki hægt að hætta hlusta.

Sigur Rós - Inní mér syngur vitleysingur [mp3]
Mikið uppáhalds af nýju plötunni þeirra. Ótrúlega flott lag.

Club 8 - Jesus, walk with me [mp3]
Club 8 - Jesus, walk with me (the sound of arrows remix) [mp3]
Af nýju smáskífunni.


**

Seint, seint eftir eilítið of marga bjóra á föstudagskvöld tók ég hármál mín í eigin hendur og skellti mér í klippingu. Hjá mér. Eða heima hjá BCK öllu heldur. Þegar ég vaknaði morguninn eftir, nýklipptur, sá ég að útkoman var stórgóð (sem er vægast sagt skelfileg staðreynd). Þetta er ekki mjög alpha-male-legt náttúru talent hjá mér. En praktískt. "Er þetta voða móðins eitthvað?" sagði Gústi við komuna í Kolding í gær.

**

Að hugsa til gengisvísitölu okkar Íslendinga er ansi mikið böst, en svo fæ ég mér bara annan bjór og ímynda mér að ég hafi keypt hann á gamla genginu. Svo er ég búinn að beygja (og brjóta) allar reglur um að halda fjárfestingum í lágmarki og vera skynsamur. Hvað á maður annars að gera við þennan pening annað en að eyða honum. Endalaus sparnaður? hell no. Ég slysaðist inn á krystalgötu og lenti þar í klóm fimmtíúprósentútsölubrjálæðis hjá wood wood og svo hrifsaði handbendill henrik vibskov frá helvíti af mér gyllta kortið og dansaði regnbogadans og straujaði það svo rækilega. Holy smokes! Þetta getur nú ekki heldur talist mjög alpha-male-leg frásögn. Ég er að fara með mannorðið mitt í hrærivél hérna. En hei, þið verðið bara að trúa því þegar ég segi að ég hundrað prósent massaklumpur og harður gaur.

**

Jæja, ég er að leka niður úr hita hérna. Nú verður tekið á því og lumbrað á nokkrum hrokafullum dönum í fússball. Jájá, meira seinna bara.

Blöögað þann 30.06.08 18:44 | Kommentar (11)