pleijlisti Take Me Home!! um mig

júlí 06, 2008

How's it fucking collapsing?

Jæja, Florida sveitin Black Kids og hressandi frumraun, Partie Traumatic. Jább, rétt lesið, þau koma frá freakin' Florida. Eins ótrúlegt og það kann að hljóma. Fyrrum Suede hetjan Bernard Butler með puttana á tökkunum og er útkoman ungæðislegur hressleiki með tilheyrandi tilfinninga- og hormónasprengjum. Var svaka spenntur fyrir plötunni.. og þarf að melta hana aðeins betur. Rennur skringilega í gegnum þynnkuna.


Black Kids - Hurricane Jane [mp3]
Black Kids - Hit the Heartbrakes [mp3]

Keep it dense, yeah?

**

Hljómveggur á sunnudegi. Ekki hnausþykkur en lítill og góður. Og alla leið frá Philippseyjum! Moscow Olympics. Ein óvæntasta plata ársins só far. Shoegaze'a indí-pop? Gefið út af sænsku útgáfunni Lavender. Lagið Carolyn einstaklega, einstaklega ljúft.

moscowolycutworldsmlnm7.jpg

Moscow Olympics - Safe [mp3]
Moscow Olympics - Carolyn [mp3]

**

Near death experience og maður leiddi hugann að eftirlífinu. Eða svona næstum því. Ég grúfði mig undir mælaborðið á berskjaldaða Fiat Punto'inum hans Gústa og bað til æðri máttarvalda um að verða ekki étinn lifandi. En notaði jafnframt tækifærið og tók mynd.

hræðsla númer eitt

En svo talaði ég í mig kjark og ímyndaði mér að þetta væru bara risavaxnir kettlingar sem hefðu engan áhuga á að borða mig.

í raun bara risavaxnir kettlingar

Zebrahestar er frekar tjillaðir. Lítið fútt í þeim. En þeir eru flottir.
Tjillaðir

Blöögað þann 06.07.08 16:10 | Kommentar (4)