júlí 22, 2008
Fyrirtaks brynvarið hjarta.
FAUX PAS helgi! Og svo aldarfjórðungur í gær. 25. Jæks! Og hei. Mm. Kannski bara fögnuður hérna um næstu helgi. Áreynslulaus og góður.
**
Ég hef margoft blaðrað um ágæti Stereolab enda mikið uppáhalds. Þau eru að fara gefa út nýja plötu á næstunni sem mun bera hið volduga nafn Chemical Chords. Ég segi (og skrifa) húrra fyrir því. Ljúffengt mólekúlar popp.
Stereolab - Vortical Phonotheque [mp3]
Stereolab - One Finger Symphony [mp3]
**
Og því elektrónísk índí-popp krútt eru indæl. Frá Kaliforníu koma Faded Paper Figuers með plötuna Dynamo. Mm. Ekki það að samanburðaráráttan grasseri í mér.. en það er með góðu móti hægt að líkja plötunni við Postal Service og álíka krútteríi. Afskaplega sykursætt og snoturt.
Faded Paper Figures - North by North [mp3]
**
Beck. Ég er bara nokkuð hrifinn af nýju Beck plötunni. En nóg um hana hér. Ég hef endur-enduruppgvötað Sea Change enn einu sinni. Enda gallalaus plata og tímalaus snilld. Afar ávanabindandi og mjög þægileg á sinn hátt. Þó mörgum kunni að finnast hún dípressív og þung. En lögin voru samin á miklu bömmertímabili Becks eftir skilnað hans við þáverandi ástar til 9 ára (en þau eru reyndar gift í dag, eða svo segir sagan) og einkennist platan af þeim raunum hans. Djarft og persónulegt stórvirki og öllu mokað upp á yfirboðið. Smá bónus er svo koverið hans af Everybody gotta Learn Sometimes sem hljómaði í hinni frábæru kvikmynd Eternal Sunshine of the Spotless Mind. Jebb jebb.
Beck - Lonesome Tears [mp3]
Beck - Lost Cause [mp3]
Beck - Everybody's gotta learn sometimes [mp3]
**
Svo, loksins gaf ég nýju Portishead nægilegan sjéns. Og þessi plata er ansi sjúk. Sci-fi kaflinn (cirka 4:00) í machine gun er um það bil skilgreiningin á gæsahúð!
Portishead - Machine Gun [mp3]
Portishead - Hunter [mp3]
**
Late of the pier voru að gefa út sína fyrstu stóru plötu, Fantasy Black Channel. Hressandi elektró-syntha-pop. Pínu Gary Numan í þessu kannski. Mig minnir að bandið hafi spilað á moshi moshi kvöldi á Iceland Airwaves í fyrra?
Late of the Pier - Space and the Woods [mp3]
**
Nostalgíuskap.. Hmm. The Charlatans. Óstöðvandi töffarar. Gáfu fyrr á árinu út nokkuð sterka plötu, You Cross My Path. Einnig er Tim Burgess með eitthvað hliðarverkefni ásamt Carl Barat (fyrrum Libertines-liða) sem ég man ekki í augnablikinu hvað heitir. En já, hér eru tvö gömul og súper góð.
The Charlatans - The Only One i Know [mp3]
The Charlatans - Forever [mp3]