pleijlisti Take Me Home!! um mig

ágúst 06, 2008

Þú finnur Það í Hnjánum!

Já maður verður víst að uppfæra þessar blöög-prófíl-mynd hérna til hægri á rúmlega tveggja ára fresti. Enda var ég búinn að fá nóg af þeirri gömlu í hvert sinn sem ég kom hingað. Og lets feis it - ég er bara ekki þessi harði, reiði náungi á myndinni sem blasti alltaf svona hressilega við lesendum. Nei því miður. Langt í frá. En síamseinar er þó ágætis sárabót. Vantar bara dansgleraugun. Eða að vera ekki svona gapandi.

**

Twee popp á miðvikudegi. Tvö Heavenly lög af hinni geysigóðu plötu Le Jardin de Heavenly frá 1992. Heavenly reis einmitt upp úr ösku hinnar merku twee sveitar Talulah Gosh. Ójájá.

heavenly.jpg

Heavenly - I'm not scared of you [mp3]
Heavenly - Starshy [mp3]

**

Og The War on Drugs. Virkilega, virkilega fínt stöff. Tekið af plötunni Wagonwheel Blues. Mæli með!

The War on Drugs - Taking the Farm [mp3]

Blöögað þann 06.08.08 12:01 | Kommentar (5)