pleijlisti Take Me Home!! um mig

september 04, 2008

Hei.

Department of Eagles. In Ear Park. Afsprengi Grizzly Bear. Eða undanfari öllu heldur, þar sem bandið á sér lengri sögu en grábjörninn. En þetta er mikill og persónulegur demantur.

Department of Eagles - No One Does it Like You [mp3]
Department of Eagles - Phantom Planet [mp3]

**

Jæja. Áfram orðaflaumur! Ég hef ekki verið svona upptekinn í langan, langan tíma. Vinn í góðra manna (og kvenna) hópi fram á nótt flest kvöld. Sem gefur mér ansi lítinn tíma í nokkuð annað, einsog að skrifa hér. En þetta er svo fínt prójekt að það er þess virði. Í þokkabót er ég óþolandi mikill þráhyggjumaður svo ég ét, sef og dreymi þetta. Og svo hafa helgarnar mínar einkennst aðeins of mikið af kúltúral inner-city-náttúruskoðunum með tilheyrandi bjórdrykkju og fansi. En já, algjör kreatíf endurhæfing í gangi. Síðastliðin ár hafa ef til vill verið of mikill kóði og of lítið layout. Ég var við það að breytast í eitthvað binary-monster. En eflaust hresst binary-monster. Held ég.

**

Marine Girls. Stúlknapopp frá cirka 1980ogeinhvað. Á meðal stúlknanna er Tracy Thorn (úr Everything but the Girl þið vitið) í miklum melankólí gír. Jáajá. [innskot: Loksins kom leiðrétting. Glæsileg aukaverðlaun til Örnu. Undursamleg fjórtán vetra brons-medalía sem ég vann eftir stórbrotinn árangur í karate. En hve lengi þetta tók lesendur að fatta mun valda því að ég íhuga að taka aftur upp asdklæjasdfkjo mállýskuna í mótmælaskyni].

Marine Girls - Love to Know [mp3]
Marine Girls - Honey [mp3]

**

Djöfull var Dig Your Own Hole álitleg.

The Chemical Brothers - Lost in the K-Hole [mp3]
The Chemical Brothers - Where Do I Begin [mp3]

**

Ég tek óhóhemju mikið af tilgangslausum myndum þessa daganna. Í vinnu og lífi. Og mun ég hehenda þeim hingað inn við hverja færslu.

Minimal hvítur einar og b-street krew.

nord_01.jpg
b-street.jpg
nord_02.jpg

**

Hrós vikunnar fær útlenska stelpan sem kommentaði á photo-booth sessionið og sagði að ég væri yummie. Ég trúði vart mínum eigin augum og athugaði hvort þetta væri ekki örugglega enn einn spam-róbotinn að gera grín að mér. En seisei, aldeilis ekki. Þetta er alvöru stelpa. Þetta komment fyllti mig ofur-sjálfstrausti í eitt augnarblik og von um að nú myndi ég loksins eignast internet-kærustu. Nú verð ég að spila réttu spilunum út. Rachel: I'm truly flattered by your pleasurable comment and girl, you got it going on!

**

Og að lokum. Lindstrøm skífan 'where you go I go too' er biluð! Ég mæli með. Hún er búin að rúlla svona 20 sinnum í gegn undanfarna 3 daga á fullu blasti í nethyl.

og

Ulrich Scnauss

Ulrich Scnauss - On My Own [mp3]

P.S. Hei Hei! Bónus. Sá aðili sem veit hvaða tvö plötukvover birtast á þessum myndum (og eitt enn) fær stórglæsileg aukaverðlaun að eigin vali.

Blöögað þann 04.09.08 23:59 | Kommentar (108)