pleijlisti Take Me Home!! um mig

október 21, 2008

Little Trouble Kids.

Airwaves.

Ótrúlega fín helgi. Mjög góð. FM Belfast voru frábær (sem og diskurinn þeirra) oog Valgeir Sigurðsson, Final Fantasy, Yelle, PNAAUUU, Crystal Castle (þar sem hinn dagfarsprúði Atli fékk trommurnar beint í hausinn með tilheyrandi gati og blóði), Fuck Buttons (sem mér fannst reyndar ekki alveg njóta sín í hafnarhúsinu). Jájá.

PNAU - With You Forever [mp3]
FM Belfast - President [mp3]

**

_drpong.jpg

**

Mmm. Ný Love is All plata væntanlega 11. nóvember...'A Hundred Things Keep Me up at Night'. Sænskt og melódramatískt.

Love is All - A more uncertain future [mp3]

**

MIXTEIP!

**

Haffi óð hérna inn um daginn vopnaður tölvunni, hrifsaði að sér minijack snúrunni og sagðist nauðsynlega þurfa spila nýjasta fagnaðarerindið sitt. Hann nötraði af æsingi og stamaði út úr sér að þetta væri MEGA. Því næst byrjaði Passion Pit að óma. Þeir eru líka í uppáhaldi hjá mér núna. Hlustið! Þið vitið, elektró og popp og smá gleði! Ha! Ha? Hver hefur ekki gott af svona í þessari eymd og svartnætti sem allir eru svo uppteknir af.

Passion Pit - Better Things [mp3]
Passion Pit - I've Got Your Number [mp3]

**

Og rakst svo á þessa skífu þegar ég var að róta í kössum sem ég á í geymslu hjá foreldrum. Gefið út af Cosy Den. Hef held ég póstað þessu áður? Johan Hedberg úr Suburban Kids With Biblical Names.

Johan Hedberg - Nygubbe4 [mp3]
Johan Hedberg - Grammisgalan [mp3]

Blöögað þann 21.10.08 21:34 | Kommentar (54)