pleijlisti Take Me Home!! um mig

desember 15, 2008

Brennidepill.

Jæææja. Betra seint en aldrei. Ha!?

**

Árslisti á næstunni. Svona hér-um-bil. Hann er nokkurn veginn á hreinu í kollinum. Þokkalegasta ár. Allavega tónlistarlega séð.

**

Búinn að hlusta ansi mikið á Clangour plötu Sin Fang Bous (sem er sóló prójekt Sindra úr Seabear). Frábært stöff! Mæli með! Hlustið!

AFKKRCD008.jpg

Sin Fang Bous - Sunken Ship [mp3]
Sin Fang Bous - We Belong [mp3]

**

Og gríðargóð gæsahúð frá hinni hjartnæmu Karin Dreijer Andersson úr The Knife. Hressilegt, andlegt gjaldþrot. Fever Ray. Þetta lofar afar, afar góðu.

Fever Ray - If I had a Heart [mp3]

**

Og loks Chairlift sem eru alveg á mörkunum. Sykursætt popp sem gæti límt sig á heilann þinn og ber því að meðhöndla gætilega. Ég er ansi mikill sökker fyrir þessu.

Chairlift - Planet Health [mp3]
Chairlift - Bruises [mp3]
Chairlift - Evident Utensil [mp3]

Blöögað þann 15.12.08 23:46 | Kommentar (57)