desember 22, 2008
R.
Já. Ég get ekki lengur fundið quote eða annað tilgangslaust til að setja í þessar fyrirsagnir og því mun ég stóla á bókstafi. En hei, Foxes! eru í bossanova jólaskapi.
Foxes! - Christmas Songs [mp3]
Og ný plata frá Jason Schwartzman í jaanúar. Hér er smá forsmekkur.
Coconut Records - Microphone [mp3]
**
Ofmat. Líkaminn minn er í frekar miklu rugli. Ég líkist núna helst biluðum róbota og er óvenju stirðbusalegur í fasi. Seint, seint á föstudag ofmat ég hlaupakunnáttu mína stórlega. Ástæðan fyrir hlaupum mínum er óljós, hugsanlega var ég á hlaupum undan eitthverju en einnig er líklegt að ég hafi viljað komast heim með effektívari hætti en venjulega. En til að gera langa sögu stutta endaði ég liggjandi í jörðinni ofarlega á laugarveginum.
Á meðan ég lág á gangstéttinni hugsaði ég með mér að ég þyrfti líklegast að reyna standa upp. Ég gerði tilraun til þess en fann hvernig líkaminn streyttist á móti.. svo ég ákvað að snúa mér bara við. Því næst hugsaði ég að það væri bara betra að liggja þarna áfram um stund og meta stöðuna betur. Sem ég gerði í skamma stund þar til ókunngur, ölvaður og hjálpsamur aðili skrölti framhjá og spurði hvort ég þyrfti á hjálp að halda. Ég taldi það skynsamlegt og þáði þá aðstoð hans með þökkum. Þetta ætti að kenna mér hætta þessum helvítis hlaupum.
Blöögað þann 22.12.08 16:10 | Kommentar (1)