pleijlisti Take Me Home!! um mig

desember 27, 2008

Time-Out.

Jææja. Uppgjör og árslisti. Frekar blekaður árslisti. Og frekar blekað ár. Annars var árið frekar gott og afar tilbreytingaríkt. Flutti reyndar full oft fyrir minn smekk. Fór í gegnum góða Nick Hornby krísu í öllum sínum regnboga. Vann ansi mikið. Hlustaði ansi mikið.

Ég vona allavega þið hafið haft eitthvað gaman af þessari síðu á árinu sem er að líða, hversu vel sem þið þekkið mig nú. Hvernig væri að kasta nýárskveðju í kommentakerfið! Ha?

Uppgvötun ársins: Twin Peaks.

twinpeaks.jpg

**

Þetta hef ég meðal annars fílað af músíkk á árinu:



25. Hot Chip - Made in the Dark

x_hotchip.jpg

Tróð sér inn á listann. Ekki gallalaus en helvíti góð. Átti töluvert í að ná sömu hæðum og fyrirrennari hennar, 'The Warning'. Platan eru uppfull af algerum andstæðu - innilegum og hugljúfum ballöðum versus súper-hressum dansgólfshitturum. Þeir hafa fullkomið tak á elektrónískum hressleika sínum en sterkasti vígi plötunnar er engu að síður ballöðunar. Ég er sannarlega að meta þessa innilegu og ljúfsáru hlið Hot Chip. Ef þú, lesandi góður, verður eitthvern tíman fullur sjáfsvorkunnar, labbandi niðurlútur um öngstræti Reykjavíkur, nýkominn úr freyðandi tilfinningabaði og vantar nauðsynlega þematónlist í eyrun til að fullkomna stemmingu, þá geturu svo sannarlega fundið hana á Made in the Dark, svo lengi sem þú skippar yfir brjáluðu súper-dansgólfs-hittarana sem koma inn á milli. Þetta var málfræðilega versta setning lífs míns.

Hot Chip - Made In The Dark [mp3]
Hot Chip - We’re Looking For A Lot Of Love [mp3]



24. Air France - No Way Down

x_airfrance.jpg

Ég er ótrúlega veikur fyrir þessu sándi. Úrkynjaður sænskur blendingur af trópíkal-elektró kynsvalli. Ekki-hægt-að-hætta----hlusta! Air France hafa vaxið helvítið mikið og fara ekki neinn meðalveg í sköpun sinni. Ein mesti gleðigjafi ársins og hjá Air France kárnar gamanið aldrei. Hlustið!

Air France - June Evenings [mp3]
Air France - No Excuses [mp3]



23. Pete and the Pirates - Little Death

x_pete.jpg

Jææjja. Forkólfur sveitarinnar er Thomas nokkur Sanders, sem er ábyrgur fyrir snilldinni Tap Tap og hinni stórkostlegu plötu Lanzafame. En Little Death inniheldur m.a. lögin Come on Feet og She doesn't belong to Me sem hafa áður verið gefið út undir merkjum Tap Tap í öllu lífrænni búning. En já. Little Death er alls ekki gallalaus plata en það er eitthvað mjög heillandi og áþreifanlegt við hana sem ég á erfitt að koma í orð. Hún varð að undarlegri þematónlist hjá mér í sumar. Eins furðulegt og það kann að hljóma. Jájájá.

Pete And The Pirates - She Doesn't Belong To Me [mp3]
Pete And The Pirates - Bright Lights [mp3]



22. The Rural Alberta Advantage - Hometowns

x_rural.jpg

Helvíti öflug frum hjá The Rural Alberta Advantage. Sveitin er frá Toronto og virðist vera ansi hryggbrotin enda er platan sneisafull af íburðarmiklum melankólíum. Ekki mikið nýtt á ferðinni en það breytir því ekki að þetta er helvíti gott stöff.

The Rural Alberta Advantage - Sleep All Day [mp3]
The Rural Alberta Advantage - Don't Haunt This Place [mp3]
The Rural Alberta Advantage - Drain the Blood [mp3]



21. Vampire Weekend - Vampire Weekend

x_vampire.jpg

Það er svo sannarlega eitthvað við þessa hljómsveit sem ég þoli ekki. Hrikalegt nafn og svo eru þessir gaurar eflaust yndislega sjálfumglaðir óþokkar. En sama hversu ég reyni að þola þá ekki, þá get ég bara ekki neitað að þessi plata er einstaklega vel heppnuð. Stútfull af krókum og frambærilegum lögum. Þeir ýta poppinu sínu á ferkan hátt á sína ystu heimavistar nöf og það tekst fullkomlega. Æji fokk, þetta er frábært stöff.

Vampire Weekend - Campus [mp3]
Vampire Weekend - Mansarf Roof [mp3]



20. Beach House - Devotion

x_beach.jpg

Beach House - Gila [mp3]
Beach House - Wedding Bell [mp3]
Beach House - You came to me [mp3]

Beach House dúettinn er í miklu uppáhaldi. Maður þarf eitthvern veginn að gíra sig í réttu stemminguna til að hlusta á þau. Draumkennt, ævintýralegt og dáleiðandi stöff. Þessi hljóðheimur þeirra er kjörinn til að heimsækja seint, seint í láréttri stöðu.



19. Lykke Li - Youth Novels
Argasta pop og það bara helvíti fínt. Hin sænska Lykke Li er sæt stelpa í krísu. Næs! Björn (úr Petur, Bjorn & Jonh) með puttana í þessu og er útkoman ansi ánetjandi og sykursæt.

x_lykkeli.jpg

Lykke Li - Breaking It Up [mp3]
Lykke Li - Little Bit [mp3]



18. Moofish Catfish - On a Sunbeam to Your Heart

x_moofhish.jpg

Meira sænskt. Lo-fi iiiindí popp sem á verðugt sæti á listanum. Hrátt, safaríkt og afskalega saklaust. Mmm!

Moofish Catfish - At The Club [mp3]
Moofish Catfish - Crocodile Tears [mp3]



17. Hercules & Love Affair - Hercules & Love Affair

x_hercules.jpg

Hið mikilfenglega og afar hýra diskó-elektró-pop band Hercules & Love Affair á verðugt sæti á árslistanum. Tilkomumikið afsprengi DFA þar sem söngfuglinum Antony ljær sveitinni rödd sína í alls 5 lögum.

Hercules & Love Affair - Time Will [mp3]
Hercules & Love Affair - Blind [mp3]



16. Sin Fang Bous - Clangour

x_sinfangbous.jpg

Ein fegursta plata ársins. Ævintýralegar útsetningar og pælingar sem komast mjög vel til skila. Ég varð hugfanginn frá fyrsta tón.

Sin Fang Bous - Sunken Ship [mp3]
Sin Fang Bous - We Belong [mp3]



15. Gang Gang Dance - Saint Dymphna

x_ganggangdance.jpg

Gang Gang Dance mættu aftur á árinu með sinn temmilega súra, experimental hressleika. Helvíti grípandi og aggressíft. Aðgengilegt og ætti ekki svíkja neinn. Súper!

Gang Gang Dance - First Communion [mp3]
Gang Gang Dance - House Jam [mp3]



14. Crystal Stilts - Alight of Night

x_crystal.jpg

Þessi plata fékk ósjaldan að hljóma núna seinni parts árs enda rakin snilld frá Brúúklin. Garage í sækadelíu naumhyggju. Eitursvalt sjitt sem límir sig á heilann þinn!

Crystal Stilts - SinKing [mp3]
Crystal Stilts - Departure [mp3]
Crystal Stilts - Shattered Shine [mp3]



13. Wolf Parade - At Mount Zoomer

x_wolf.jpg

Já. Ég veit ekki enn hvar ég hef þessa plötu. Hún hefur hefur verið í hálfgerðru stormviðri á ánægjuvog Einars. Eina stundina ofvaxinn snilld en svo dettur hún inn í einhvað svarthol og gleymist. Mig grunar að hún sé ansi vanmetin hérna í þrettánda sætinu.

Wolf Parade - Soldier's Grin [mp3]



12. FM Belfast - How to make Friends

x_belfast.png

Besta íslenska plata ársins. Ég hafði sjálfur beðið eftir þessari plötu með mikilli eftirvæntingu og ég varð svo sannarlega ekki fyrir vonbrigðum. kynngimögnuð tónlist, afar hressandi textar og bandið laus við alla tilgerð og rembing. FM Belfast áttu Iceland Airwaves hátíðina í ár og voru "Best á balli". Par Avion er dangsgólfsslagari ársins. Gómsæt danstónlist sem skilur mann eftir sveittan, öskrandi 'meeeiira?!'.

FM Belfast - President [mp3]



11. Lindstrøm - Where You Go I Go Too

x_lindstrom.jpg

Besta og metnaðarfyllsta verk Lindstrøm hingað til. Þrjú lög og er titillagið tæpar 30 mínútur í heild sinni. Margslungið retróspektíft elektrónískt sjitt sem tekur mann heljargreipum frá upphafi til enda og rennur óaðfinnalega í gegn. Ég kann ekki við að pósta mp3. En treystið mér, kaupið, þið verið ekki svikin!



10. Department of Eagles - In Ear Park.

x_department.jpg

En þetta er mikill og persónulegur demantur. Daniel rífur hjartað úr helli sínum og lætur streyma í þessa plötu.

Department of Eagles - No One Does it Like You [mp3]
Department of Eagles - Phantom Planet [mp3]



09. The Dodos - Visiter

x_visiter.jpg

Stundum geta hljómsveitarnöfn ollið því að ég hreinlega tek þá meðvituðu ákvörðun að horfa framhjá sveitinni. Hunsa. Gefa engan gaum. Hafa að engu. Virða að vettugi eða láta sem ég sjái ekki. Eða þið vitið. Það átti svo sannarlega við hljómsveitina The Dodos. Þetta nafn er útí hött. Þvílíkir furðurassar atarna. En. Það var ekki fyrr en Haukur fór að lauma lögum þeirra í spilun á barónsstíg að ég til allra lukku kynntist Visiter plötunni. Hvílíkur gripur. Heilsteyptar og persónulegar lagasmíðar, Ég tók þá í sátt og hrópaði húrra.

The Dodos - Ashley [mp3]
The Dodos - Winter [mp3]
The Dodos - Fools [mp3]



08. Tapes 'n Tapes - Walk it Off

x_tapes n tapes.jpg

Þessi plata vann á og vann á og sat eftir sem hrein gersemi í mínum eyrum. Nokkuð hreinræktað indírokk. Time of Songs með eftirminnilegri lögum ársins.

Tapes 'n Tapes - Time of Songs [mp3]
Tapes 'n Tapes - George Michael [mp3]



07. M83 - Saturdays = Youth

x_m83.jpg

Besta besta plata M83 til þessa að mínu viti. Geimsteinn!

M83 - We Own The Sky [mp3]
M83 - Kim and Jessie [mp3]



06. Deerhunter - Microcastle / Weird Era Cont.

x_deerhunter.jpg

Deerhunter - Agoraphobia [mp3]
Deerhunter - Never Stops [mp3]



05. TV on the Radio - Dear Science

x_dear.jpg

Hér er um að ræða stórvirki TV on the Radio. Ljúffeng en ekki beint áreynslulausasta plata listans. PÞarfnast töluverðar hlustunar en eftir situr ein metnaðarfyllsta og glæsta verk ársins. Strengjum og véluðum drunum ægir hér fullkomlega saman og er útkoman helvíti himnesk. Unaðslegt sjitt.

TV on the Radio - Love Dog [mp3]
TV on the Radio - Stork And Owl [mp3]



04. Portishead - Third

x_portishead.jpg

Sjúkt.

Portishead - Machine Gun [mp3]
Portishead - Hunter [mp3]



03. Fleet Foxes - Fleet Foxes

x_fleetfoxes.jpg

Hlustaði á þessa plötu töluvert langt eftir að hún kom út. Ég sá ekki fram á að geta sleppt henni eftir allt það lof sem búið var að ausa yfir hana. En ekki slæmt múv hjá mér það. Hrífandi og hlý snilld sem sómar sér einstakelga vel á köldum vetrardegi. Manni hálfpartinn langar að safna skeggi, flytja í einhvern afskekktan kofa upp í fjöllum og setja þennan vinýl á fóninn. Ómfagurt og tímalaust meistaraverk.

Fleet Foxes - Your Protector [mp3]
Fleet Foxes - Tiger Mountain Peasant Song [mp3]
Fleet Foxes - White Winter Hymnal [mp3]



02. The Walkmen - You & Me

x_walkmen.jpg

The Walkmen eru hér með sínu bestu plötu frá upphafi sem er í senn kraftmikil og tilfinningaþrungin. "In the New Year" er lag ársins - epísk snilld sem skilur mann eftir hálf dolfallinn með gæsahúð - "It's going to be a good year" einsog segir í textanum. Amen fyrir því. Þessi plata krefst þess að þú spilir hana aftur og afturr.

The Walkmen - In the New Year [mp3]
The Walkmen - On The Water [mp3]



01. Cut Copy - Ghost Colours

x_cutcopy.jpg

Þessi plata er ómótstæðileg og heillaði mig mest á árinu 2008. Þetta er fullnægjandi dansgólfs extravangaza bonanza fyrir líkama og sál. Jæja, ég er búinn að blaðra of mikið og hef ekki tíma í þetta lýsingarorðaklám og að nostra frekar við þessa færslu. Ég þarf víst að vakna í flug til Danmerkur eftir 2 tíma. En að mínu mati, plata ársins 2008. Amen.

Cut Copy - Hearts on Fire [mp3]
Cut Copy - Feel the Love [mp3]
Cut Copy - Far Away [mp3]

***

Jáhá. Helvíti gott tónlistarár. Annað sem komst ekki inn en vert að minnast á: Deerhoof, Of Montreal, Sigur Rós, Atlas Sound, Santogold, Fuck BUttons, The Last Shadow Puppets, Frightened Rabbit, Crystal Castles, Okkervil River, Black Mountain mmm.. Og margt annað.

Blöögað þann 27.12.08 01:26 | Kommentar (1741)