febrúar 02, 2009
Just roar a little. Come, Come.
Ég er örvinglaður og aðframkominn af eftirtíð. Og svo dreymir mig bara endalausar martraðir. Og súrar, súrar martraðir. Hressandi.
**
Holy Moly! Nýtt Junior Boys stöff sem er afar velkomið á þessu heimili. Slóttugir og hádramatískir elektrótónar. Mmm. Jájá.
Junior Boys - Hazel [mp3]
Junior Boys - Parallel Lines [mp3]
**
Casual Midnight Conversations. Right over the top. Ég keypti glæsilegasta úr lífs míns á 800 krónur um helgina. Næstum fríkeypis. Svokallað há-tækni-úr. Það skilur fólk eftir forviða og frá sér numið af hrifningu. Úrið er með innbyggðri reiknimaskínu sem ég nota við hvert tækifæri. Ragnar Rael tók loftmyndirnar hér að neðan á bar landsmanna. Hann kveður Ísland til að fara aftur til kærustu sinnar og Helsinki á miðvikudag. Þetta var því FAUX PAS rebel alliance helgi. Og hlustið.
Sebastian Tellier - Kilometer (Aeroplane Italo 84 remix) [mp3]
Emil & Friend - Downed Economy [mp3]
**
Tvídrangar og nærbuxur. Það er kominn tími á gott twin peaks session. Best væri þó ef maður gæti tekið góða pásu og helgað hérumbil 16 tímum af lífi mínu samfleytt í maraþonið. Kærkomið. Uuumm. Jebb.
Hér að neðan eru þemalögin fyrir tvídranga og lauru palmer. Úff. ! Lof sé David Lynch.
Angelo Badalamenti - Twin Peaks Theme [mp3]
Angelo Badalamenti - Laura Palmer's Theme [mp3]
**
Og loks. Katie Stelmanis. Módern Kate Bush í tilraunargírnum? Eða ég veit ekki. En þetta er frekar awesome. Og nokkuð skemmtilegt kover af Arethu Franklin súperslagaranum Natural Woman. Tekið af plötunni Join Us sem kom út í fyrra.
Katie Stelmanis - Join Us [mp3]
Katie Stelmanis - Natural Woman [mp3]