pleijlisti Take Me Home!! um mig

mars 20, 2009

Ég er róbóti.

Holy Moly. Milestone fyrir tech dept. í dag. Yeah! Og misnotkun á valdi núna:


Ertu eða þekkiru súper góðan og eiturhressan forritara í leit að vinnu.. og eitthverju fersku? LAMP, músík, gleði, stress og um-fram-allt næs fólk og umhverfi. Láttu vita : einarbirgir at hotmail.com. Olræt!

**

Låt den rätte komma in. Mæli með! Sænsk vampírusnilld. Ansi mikil gæsahúð. Ég er nokkuð viss um að við munum sjá hollywood endurgerð af henni innan 2 ára.

LETRIGHTONEIN_STILL041.jpg

**

Röyksopp hinir norsku mættir með ansi ansi dansvænt stöff. Junior... Lofar mjög góðu við fyrstu hlustanir. En já. Svo rifjaðist upp fyrir mér hvað Melody A.M. platan var ótrúlega góð. Svo hún fór á fóninn. Súr gaur með endalausa samanburði fyrir fortíð. En þessi kemst aftur að innan tíðar.

Röyksopp - The Girl And The Robot [mp3]
Röyksopp - Miss It So Much [mp3]

**

Phoenix.. Ég lengi verið sökker fyrir þessum frönsku poppurum. Þeir gæla eilítið við rafmangið og koma svo með þessa helvítis húkka sem líma sig á heilann. Glaðlegt og endurnærandi. í maí kemur út platan Wolfgang Amadeus Phoenix oog hér er smá forsmekkur.

Phoenix - 1901 [mp3]
Phoenix - Fences [mp3]

Blöögað þann 20.03.09 00:05 | Kommentar (4)