pleijlisti Take Me Home!! um mig

apríl 14, 2009

Uuu!

Lati Einar. Kominn tími á nýjan póst.

**

En já.

Mér var bent á staðreyndavillu í Ég (lesist: um mig) síðunni. Jú mikið rétt. Uppfært. Ekki lengur 23 ára. Og verð reyndar 26 eftir 3 mánuði. Æskuljóminn er horfinn og elliær nöldurseggur tekur við. GEGT!

us-0327-88912-front.jpg

The Radio Dept. - Strange Things Will Happen [mp3]
Air France - Hold on to me, baby [mp3]

**

Og. Jack Penate gaf út vægast sagt hræðilega plötu árið 2007. Nóg um hana. Ef nýja platan verður eitthvað í líkingu við þetta lag sem nýverið lak út eigum við von á góðu. Arthur Russell fílingur og hoppandi gleði. Jeeee.

Jack Penate - Tonights Today [mp3]

**

My Maudlin Career heitir fjórða plata skosku indí popp sveitarinnar Camera Obscura. Hún hefur einokað eplið ansi grimmt enda frekar epískt stöff. Strengir, melankólía, örlög og ástir. Ég hef reyndar alltaf haldið því fram að þetta séu svíar í skosku dulargervi. En nóg um það.

Camera Obscura - French Navy [mp3]
Camera Obscura - Careless Love [mp3]

**

MixMag mixið frá Aeroplane er eitrað. MixMag - Disco Ballerica fyrir áhugasama. Ég verð að láta þessi tvö lög fylgja. The Day We fell in Love lagið er undurfallegt.

l_2ab9d771397a426ab5191c3094d379be.jpg

Friendly Fires - Paris (Aeroplane remix) [mp3]
Appaloosa - The Day We Fell in Love [mp3]

**

Ég er elska interspaceið og hvernig það getur stundum uppfyllt mínum stórbrotna og einfalda húmor. LOL-kettlingar og ofur-illmenni.

lolcat.jpg

Og svo er þessi mynd epísk.

super-villain.jpg

Blöögað þann 14.04.09 21:26 |