júní 02, 2009
(Fastur punktur óskast.)
Nýtt og læviblandið muuixx komið á mixtape.lazycomet.com. Þetta er flest alveg ógðeðslega sumarlegt og poppað. En þarna inn á milli, þið vitið, melankólíuvæl og sálarhrellingar. En nokkrar staðreyndir:
01. VEIKUR / SLAPPUR VEIÐIMAÐUR. Það er hressandi. Þó engin INFLÚENSA A - H1N1. Eeen ég er að verða góður og mun mæta til vinnu á morgun. Góð saga.
02. SKEGG! Eða svona næstum því. Ég er nokkuð skeggjaður sem verður að teljast til tíðinda. Ég er enn eina ferðina að spá í að splæsa á mig glæsilegri mottu. Hún gæti orðið mitt nýjasta áhugamál. Ég myndi eyða öllum frítíma mínum í að nostra við hana og snyrta. Ég skal taka mynd. Og sjá! HÉR er hægt að skoða mynd af núverandi vexti á frekar mygluðum og veikburða einari upp í rúmi.
Þegar ég bar þessa hugmynd undir þýskan samtarfsmann minn sagði hann "NEIN" og hélt því næst hálftíma ræðu um að ég gæti alveg eins gleymt öllum vonum mínum um kvenhylli í sumar. Motta væri ekkert til að leika sér með. Ég reyndi að sannfæra hann um að glæsileg motta í samfloti með sólgleraugum og svitabandi hlyti að vera nokkuð eitruð blanda. Hann taldi mig hins vegar veruleikafirrtan. EN ÉG SEGI. MOTTUNA AF EÐA Á? Skoðanir eru vel þegnar í þar til gerðu kommentakerfi.
03. KUBB. Ég hef fjárfest í glæsilegasta kubb-setti Ízlands (eða hérumbil). Markmiðið er að verða kominn í landsliðið eftir sumarið. Raunhæft markmið? Vissulega!
**
Woah! OP-1.
GIIIEEFF!
**
Nýja Bill Callahan (sem sumir þekkja ef til vill betur sem smog) er afar góð. Sometimes I wish we were an eagle. Lágstemmt, fallegt og á köflum afar tregafullt. Með betri plötum ársins.
Bill Callahan - Eid Ma Clack Shaw [mp3]
Bill Callahan - Jim Cain [mp3]
**
**
Og annað í sætari kantinum. James Yuill sem hin ágæta Moshi Moshi útgáfa gefur út.
James Yuill - This Sweet Love [mp3]
James Yuill - No Surprise [mp3]
**
Og loks. Nýtt stöff frá White Rabbits og DatA alveg á mörkunum, Our Book and the Authors ansi hrikalegt nafn en fín tónlist og svo gamalt Leopold Greogri stuuuuuuð.
White Rabbits - Percussion Gun [mp3]
DatA - One In a Million [mp3]
Our Book And The Authors - Kids [mp3]
Leopold Gregori - Pigeon Dance [mp3]
Leopold Gregori - Cassata 78 [mp3]