pleijlisti Take Me Home!! um mig

ágúst 13, 2009

Mmmm.

Undanfarnar vikur hafa verið hálf fáranlegar. Ótrúlega fínar en svo mikið að gera. Ooog ég hef verið með headfónin á sínum stað. Oooog hér er smá öpdeit.

P.s. Flatey var fín!

Little Dragon. Sænsk---japönsku krúttin í Little dragon halda áfram að heilla. Gáfu nýverið út hina ótrúlega vel heppnuðu Machine Dreams. Draumkennt, rafrænt og grrrrípandi. Það verður seint sagt að Yukimi Nagano sé ekki seiðandi.

littledragon_post500.jpg

Little Dragon - Feather [mp3]
Little Dragon - My Step [mp3]

**

Og mikið uppáhalds. Xx. Þessi plata er ótrúlega fín. Lágstemmt powerpopp (ha!) á köflum. Slær rætur. Það var mjög vandasamt að velja lög til að pósta. En hér koma tveir ólíklegir singöl kandídatar en afbragðs góðir engu að síður. Tveir þumlar upp.

Xx - Heart Skipped A Beat [mp3]
Xx - Crystalised [mp3]

**

Nu-Diskódrottningin Sally Shapiro er hryggbrotin að vanda og færir okkur (ásamt honum Johan Agebjörn) nýjar perlur. My Guilty Pleasure heitir gripurinn. Ekki fyrr harða.

shapiro.jpg

Sally Shapiro - Looking At The Stars [mp3]

**

Ég var búinn að bíða með mikilli eftirvæntingu eftir neon indian plötunni. Stendur vel undir væntingum. Pínu sækadelíka, ló-fæ gleði og húkkar frá helvíti. Þematónlistin að fínasta eftirpartíi.

neon indian.jpg

Neon Indian - Psychic Chasm [mp3]
Neon Indian - Deadbeat Summer [mp3]

**

Ooog heillandi sxíxtís uptempo gleði frá Generationals. Frá Nýju Orlíns, Louisiana. Ég er húuúkt.

Generationals - When They Fight They Fight [mp3]
Generationals - It Keeps You Up [mp3

**

Og loks. Logi Pedro aka Pedro Pilatus ásamt Bear Hug að gera helvíti efnilega hluti. Tjékkið einnig á Supah Short Tape hér

pedro.png

Pedro Pilatus og Bear Hug - Stella [mp3

Blöögað þann 13.08.09 00:20 | Kommentar (3)