pleijlisti Take Me Home!! um mig

janúar 23, 2010

TELL ME WHEN YOU HEAR MY SILENCE.

Langur tími. fackin' brjálað að gera en nógumþað. Örstutt. STOP.

**

Íslenskt. Það stefnir allt í að 2010 verði massíft ár í íslenskri útgáfu. Fór um daginn á tónleika þar sem böndin Seabear og Hudson Wayne spiluðu. Báðar sveitirnar munu á árinu senda frá sér nýjar plötur og það sem ég hef heyrt af nýju plötunum lofar frábæru. How Quick is Your Fish? frá HW í febrúar og We Built a Fire skööömu síðar. Böndin ætla að leiða saman hesta sína í lok febrúar og leggja Þýskaland undir sig. Húrra fyrir því. Forsmekkur hér að neðan. Hlustið! STOP.

seabear.jpg

Hudson Wayne - Cave-In [mp3].
Seabear - Cold Summer [mp3] (lag lánað frá Morr búðinni.

**

Molly er sænsk og býr í berlín og er í frekar miklu lo-fi stuði. Eða lo-fi mellódrama öllu heldur. Minnir mig skemmtilega á Long Blondes. Ég komst nýlega yfir plötuna These Things Take Time sem kom út árið 2008. Ótrúlega fint. Smiths tilvitnanir og kramin hjörtu. STOP.

l_7197c746cf144210952155526f9a647a.jpg

Molly Nilsson - Poisoned Candy [mp3].
Molly Nilsson - (Won't somebody) Take me out tonight [mp3]

**

Pyramiddd. Ég skrifaði eitthvern tíman í fyrra um þetta band. Þá kölluðu þeir sig reyndar Starfucker og hafa nú endurútgefið Jupiter plötuna undir nýju nafni sem ætti ekki að særa blygðunarkennd fólks. PC þið vitið og þrjú d til að gera þetta nógu trendy og hip. Elektró pop sem ætti ekki að svíkja neinn. STOP.

Pyramidd - Medicine [mp3]
Pyramidd - Boy Toy [mp3]

**

Og Loks. Yeasayer. Ég er búinn að hlusta helvíti mikið á nýju plötuna 'Odd Blood'. Inniheldur meðal annars þessa tvo gullklumpa. STOP.

Yeasayer - ONE [mp3]
Yeasayer - Ambling Alp [mp3]

91188993678753276240.png

**

Jæja. Áfram Ísland og það allt.

Blöögað þann 23.01.10 14:40 | Kommentar (1)