pleijlisti Take Me Home!! um mig

mars 01, 2010

SKRÍTIN SKRÚFA.

Hi thar! Það jafnast fátt á við búkkmark- og tölvutilltekt þegar maður er að skríða upp upp úr kvef-óbjóð. Og Twin Peaks í sjónvarpinu. Fun times. Og kærkomið músík öpdeit.

tofrakottur

**

Fyrst! Dúnmjúk sniiiiild frá millionyoung sem er mitt nýjasta uppáhald. Lögin eru tekin af ep'unum Sundreamm og So Be True sem komu út fyrr á árinu. 'Tis iz naaais!


Millionyoung - Mien [mp3]
Millionyoung - Hammock [mp3]

**

Úffa. The Radio Dept. og platan Clinging to a Scheme. Ég var með gríðarlegar væntingar eftir að hafa heyrt fyrsta singul plötunnar, 'David', en það lag var én efa með betri lögum ársins 2009. En shiii, ég er algjörlega dolfallinn. Þetta er sennilega mikilvægasta útgáfa Labrador frá upphafi. Algjör fackin' gullklumpur!

l_27ad02dcf6c24fb3a940b11ec915d3ea.jpg

The Radio Dept. - Heavens on Fire [mp3]
The Radio Dept. - Never Follow Suit [mp3]

**

Oooog klingjandi gítarar og hryggbrotnir unglingar frá Sheffield. Ég hef spilað þessa plötu ótæpilega mikið að undanförnu. Frekar sakleysilegt en óumflýjanleg gredda kraumar þarna undir niðri. Húrra fyrir indí poppinu!

Standard Fare - Love Just Doesn't Stop [mp3]
Standard Fare - Fifteen [mp3]

**

Splunkunýtt frá Sub Pop. Happy Birthday og lofar helvíti góðu. Kyle Thomas (a.k.a. King Tuff sem gaf út hina mögnuðu 'was dead' plötu uuu 2008) fer fyrir þessu dagfarsprúða tríói. Deibjút platan þeirra kemur út um miðjan mars og svíkur ei!

Happy Birthday - Girls FM [mp3]
Happy Birthday - Subliminal Message [mp3]

**

Ég er enn að detta niður á snilldartóna sem skriðu framhjá mér í fyrra. Cold Cave heitir þetta band. Nú-wave synthapop frá Philadelfíu. Heyrði reyndar að þau væri hætt.. sem væri miður ef það reynist rétt. Þau kunna einnig að pósa all svakalega einsog myndin hér að neðan sýnir bersýnilega. Hvílíkir töffarar atarna! Allavega. Tjéek!

ColdCave043788182_10954976318.jpg

Cold Cave - Life Magazine [mp3]
Cold Cave - Love Comes Close [mp3]

**

Og loks. Javelin. Ofur næs og nýlegt. Tekið af plötunni No Más.
Gah. Þreyta. Nóg í bili. Snilldar tóndar frá P.J. Valentine og Stafrænum Hákon bíða morguns (eða hins)!

Javelin - Mossy Woodland [mp3]
Javelin - Vibrationz [mp3]

Blöögað þann 01.03.10 23:30 | Kommentar (1)