júlí 26, 2010
MISGUIDED GHOST !
ÖÖö. Of mikil tónlist, of langur tími. Of mikil bólga í ennisholum. Of mikil helgar-gleymska. Nóg um það. En smá uppfærsla með mikilvægri og nýlegri tónlist. Part 2 seinna í vikunni.
Karaocake. Mjög skemmtilegt tríó frá París. indí/raf/popp með frönskum naumhyggjubrag. Minnir mig á köflum á 70's minimal syntha-poppið. Ansi næs. Gáfu nýverið út plötuna Rows & Stiches sem er búin að eiga hug minn og eyru undanfarna daga. Tjé3ekk.
Karaocake - It Doesn't Take a Whole Week [mp3]
Karaocake - Medication [mp3]
**
Sunglasses. Brrrakandi ferskt band frá Savannah sem mun án efa sogast inn í hypemaskínuna á þessu ári. Poppsýra einsog hún gerist best. Launsonur Animal Collective og MGMT. Eða sennilega ekki. En þessi lög eru tekin af samnefndri EP plötu sem kom nýverið út Guuudsjiit.
Sunglasses - Referee [mp3]
Sunglasses - Stand Fast [mp3]
**
Soft Healer. Ljúft og draumkennt popp frá Austin. Tekið af 7-tommunni Gentle One. Veit ekki mikið um þennan dúett, en það skiptir ekki öllu, þetta er næs og rúllar oofur-vel í gegn.
Soft Healer - Movie Light [mp3]
**
Ljúfsár og viðkvæmur Perfume Genius. Platan Learning hefur verið að fá dúndurdóma á interwebsinu og ekki að ástæðulausu. Hér eru tvö mjög fíin.
Perfume Genius - Learning [mp3]
Perfume Genius - Mr. Peterson [mp3]
**
Melódískt psych-pop/hip-hop wit' bleeps n' beeps og fínum falsettum hér og þar. 21 árs gutti og eiginlega ein af betri plötum ársins so far. Anticon klikkar ei.
Baths - Hall [mp3]
Baths - You're My Excuse To Travel [mp3]
**
Og að lokum. Blackbird Blackbird. Smoooov elektró. Sumarlegt og flæðir óaðfinnanlega í gegn. Fínustu bakgrunnstónar fyrir biturt tölvu-vinnandi-fólk á sumardögum.
Blackbird Blackbird - Hawaii [mp3]
Blackbird Blackbird - So Sorry Girl [mp3]