pleijlisti Take Me Home!! um mig

júlí 26, 2010

MISGUIDED GHOST !

ÖÖö. Of mikil tónlist, of langur tími. Of mikil bólga í ennisholum. Of mikil helgar-gleymska. Nóg um það. En smá uppfærsla með mikilvægri og nýlegri tónlist. Part 2 seinna í vikunni.

Karaocake. Mjög skemmtilegt tríó frá París. indí/raf/popp með frönskum naumhyggjubrag. Minnir mig á köflum á 70's minimal syntha-poppið. Ansi næs. Gáfu nýverið út plötuna Rows & Stiches sem er búin að eiga hug minn og eyru undanfarna daga. Tjé3ekk.

karaocake.jpg

Karaocake - It Doesn't Take a Whole Week [mp3]
Karaocake - Medication [mp3]

**

Sunglasses. Brrrakandi ferskt band frá Savannah sem mun án efa sogast inn í hypemaskínuna á þessu ári. Poppsýra einsog hún gerist best. Launsonur Animal Collective og MGMT. Eða sennilega ekki. En þessi lög eru tekin af samnefndri EP plötu sem kom nýverið út Guuudsjiit.

sunnglasses.jpg

Sunglasses - Referee [mp3]
Sunglasses - Stand Fast [mp3]

**

Soft Healer. Ljúft og draumkennt popp frá Austin. Tekið af 7-tommunni Gentle One. Veit ekki mikið um þennan dúett, en það skiptir ekki öllu, þetta er næs og rúllar oofur-vel í gegn.

softhealer.jpg

Soft Healer - Movie Light [mp3]

**

Ljúfsár og viðkvæmur Perfume Genius. Platan Learning hefur verið að fá dúndurdóma á interwebsinu og ekki að ástæðulausu. Hér eru tvö mjög fíin.

perfume genius

Perfume Genius - Learning [mp3]
Perfume Genius - Mr. Peterson [mp3]

**

Melódískt psych-pop/hip-hop wit' bleeps n' beeps og fínum falsettum hér og þar. 21 árs gutti og eiginlega ein af betri plötum ársins so far. Anticon klikkar ei.

baths2.jpg

Baths - Hall [mp3]
Baths - You're My Excuse To Travel [mp3]

**

Og að lokum. Blackbird Blackbird. Smoooov elektró. Sumarlegt og flæðir óaðfinnanlega í gegn. Fínustu bakgrunnstónar fyrir biturt tölvu-vinnandi-fólk á sumardögum.

Blackbird Blackbird - Hawaii [mp3]
Blackbird Blackbird - So Sorry Girl [mp3]

Blöögað þann 26.07.10 21:32 | Kommentar (4)