nóvember 08, 2010
YOURS TRULY.
DJÓK! Ha! (þið vitið þarna loforðið um betri og tíðari færslur).
**
Frá Manchester kemur kynlegi syntha-popp tánings-kvartettinn Egyptian Hip Hop. Fyrstu tvö lögin tekin af stórgóðri EP plötu, Some Reptiles Grew Wings, sem kom út á árinu og svo er Heavenly lagið af samnefndri 7". Woo0p!
Egyptian Hip Hop - Moon Crooner [mp3]
Egyptian Hip Hop - Rad Pitt [mp3]
Egyptian Hip Hop - heavenly [mp3]
**
Annað í svipuðum dúr. Selebrities frá New York. Fantagott 'move this' cover. Dillandi stuð. Þið getið dánlódað EP'inu 'Ladies Man Effect' HÉR!! 'A sunset beach drive to an 80's goth club'.
Selebrities - Move This [mp3]
Selebrities - Secret Garden [mp3]
**
TRÓPIKAL JUICE. Beat Connection. Tekið af 'Surf Noir' sem er um það bil skylduhlustun!
Beat Connection - In the Water [mp3]
Beat Connection - Sunburn [mp3]
**
Claire Boucher er stúlkan á bakvið Grimes. Algjör nornaseiður. Tekið af hinni stórgóðu plötu Halfaxa sem kom nýverið út. Þetta er ekki enn eitt witch-house draslið, lofa! Þetta hljómar eiginlega ekki einsog neitt annað. Ég er reyndar hættur að skilja sjálfan mig hérna. En já. Wo0p.
Grimes - Devon [mp3]
Grimes - My Sister Says The Saddest Things [mp3]
**
TV Girl. Sampl-hressir sveimhugar frá San Diego sem eru mjög chillwaved á því. Smúúúúuuv. Tjékk.
TV Girl - It's Not Something [mp3]
TV Girl - If You Want It [mp3]
**
Loks. Fíladelfíu-bandið The War on Drugs hefur verið í miklu uppáhaldi hjá méreftir að þeir gáfu út hinu frábæru plötu 'Wagonwheel Blues' árið 2008. Ekkert hafði heyrst frá bandinu þar til nýverið er EP platan 'Future Weather' kom út. Enginn Kurt Vile í bandinu lengur en óumdeilanleg gæði enn til staðar.
The War on Drugs - Baby Missiles [mp3]
Blöögað þann 08.11.10 12:18 | Kommentar (10)