pleijlisti Take Me Home!! um mig

janúar 10, 2009

Let's make better mistakes tomorrow.

Jahá. 2009 byrjar vel. Ég get ekki sagt annað en nýja Animal Collective sé furðulega dásamleg. Sennilega þeirra veigamesta plata hingað til. Ég var reyndar tvístigandi í fyrstu með hana - fannst vanta eitthverja ákefð og kraft. Og svo hlustaði ég aftur. Og aftur. Og aftur. Og fokk. Þetta er helvíti, helvíti sjúkt stöff. Og alveg yndislega grípandi og ánetjandi á sinn afskræmda hátt. Aðgengilegri en fyrri verk og eflaust í huga eitthverra aðdáenda þeirra ekkert annað en argasta popp. En óyggjandi framrás krakkar. Framrás! Hlustið! Úff.

8c48db5993ef017c5de75d5f52d8ca790853190e_m.jpg

Animal Collective - My Girls [mp3]
Animal Collective - Guys Eyes [mp3]

**

Ég mismæli mig ansi oft og skemmtilega. En já, ný kaffivél í vinnunni sem malar brakandi ferskar kaffibaunir frá frumskógum brasililíu með stórkostlegum árangri. Getur flóað mjólkina sjálf og alveg bráðgervigreind. En já, náunginn sem kom að setja hana upp passaði sig víst sérstaklega þegar hann sagði orðið "sjálfsflóandi". Ég skil hann frekar vel.

**

Ég henti inn laginu If I Had a Heart með Fever Ray (sólóstöff frá Karin Dreijer Andersson úr The Knife) um daginn. Ég mæli með að þið glápið á vídjóið!

Blöögað þann 10.01.09 16:12 | Kommentar (14)