pleijlisti Take Me Home!! um mig

febrúar 22, 2009

DJ Lysander Devore Byrne.

Bammbammbammbammbammbamm. Og krass! Tónleikarík helgi að baki. En ég er búinn að fá hressilegt óþol fyrir þessu næturlífi. En já. Sunnudagsbíó og Yes Man. Kom nú bara á óvart. Og gemmer rómantík! Ég er að spá í að breytast í hopeless-romantik naívista. Það væri hressandi tímabil. Zooey Deschanel úr She & Him leikur eitt aðalhlutverkið og syngur í elektró-pop bandi (heyr heyr lög að neðan) í myndinni. Ég er að sjálfsögðu algerlega blindur á galla þessara laga. Zooey ah. Af óskiljanlegum ástæðum virðist hún hafa slysast til að trúlofast M. Ward.

Muncausen by Proxy - Sweet Ballad [mp3]
Muncausen by Proxy - Uh-huh [mp3]

**

Ég og Pétur mynduðum nýlega hið eitursvala og kolklikkaða band Bleeding Noses. Gómsætur, melódískur stafrænn harðkjarni með mega emo textagerð. Æfingar eru óreglulegar en góðar. Stefnum á listrænan gjörning / tónleika eftir 2 mánuði. Ég ætla leggja til að við tökum Jared Leto og ógeðslega bandið hans til fyrirmyndar i klæðaburði.. svart svart og svört augnmálning og angist. Bannað að brosa. Við yrðum frekar hot.

**

Coconut Records. Ný plata. Davy.

Coconut Records - I am Young [mp3]
Coconut Records - The Summer [mp3]

Blöögað þann 22.02.09 23:53 | Kommentar (4)