febrúar 03, 2010
RFLST.
CARIBOU. !!!. Tekið af væntanlegri plötu Caribou, Swim. Get ekki fackin beðið! Þetta lofar góðu!
Caribou - Odessa [mp3]
**
Mirrors. Pínu tacky synthapop. En grípur mann frekar innilega. Það hljóta að vera fleiri en ég sökkerar fyrir svona tónum. Minnir mig mjög á frYars sem gaf út frábæra plötu í fyrra (sem ég skriifaði aðeins um héeér.
Mirrors - Into the Heart [mp3]
Mirrors - Look at Me [mp3]
**
The Minimal Wave Tapes. Mjög skemmtileg safnskífa sem hefur komið sér notalega fyrir í eyrunum. "Minimal Wave music from Europe and America recorded in the 1970's and 1980s. Most of the songs were released on limited edition cassettes or vinyl by the artists themselves with distribution limited to underground mail order tape networks, hence their practically unknown status in the much pored over history of post-punk and electronic music." Frábært stöff. Deux lagið reyndar lengi verið eitt af mínum uppáhaldslögum. Geimsteinn.
Turquoise Days - Blurred [mp3]
Deux - Game & Performance [mp3]
Oppenheimer Analysis - Radiance [mp3]
**
Apparatjik er nýjasta súpergrúppan. Skipuð þeim Guy Berryman úr Coldplay, Jonas Bjerre úr Mew, Magne Furuholmen úr a-ha (!) og pródúsentinum Martin Terefe. Þeir komu fyrst saman til að gera eitthvað þemalag fyrir BBC þátt en héldu í kjölfarið áfram að vinna saman að plötu í Noregi. Ég verð að viðurkenna að ég bjóst við töluverðum hremmingum en þetta er bara ansi næs.
Apparatjik - Snow Crystals [mp3]
Apparatjik - Datascroller [mp3]
**
Og loks Darwin Deez. Þetta er tekið af 11 laga CD-R sem er ber ekki neitt nafn svo ég viti. Ansi hrátt en helvíti djaanglað og smellið pop. Jáa.. ég er ekki viss með þennan kappa reyndar.
Darwin Deez - Constellation [mp3]
Darwin Deez - Bad Day [mp3]